Getum við aðstoðað?

Kristján Þ Davíðsson, 64 ára

Eigandi/starfsmaður Viðskiptaþróunar ehf.

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • SOS Barnaþorpin, stjórnarmaður frá 2007, stjórnarformaður frá 2014
  • Brim hf, stjórnarformaður frá 2019
  • Marine Stewardship Council (MSC), stjórnarmaður frá 2020
  • Snerpa hf. Stjórnarformaður frá 2019
  • Landeldi/First Water hf, stjórnarmaður frá 2020
  • Almenni, varamaður í stjórn frá 2019

Námsferill:

  • Stýrimannaskólinn 1. stig (1980)
  • Háskólinn í Tromsö, Noregi. Sjávarútvegsfræðingur (1987)
  • Bedriftsökonomisk Institutt (BI), Oslo, Noregi, nám í stjórnarstörfum (2009)
  • Háskólinn í Reykjavík, nám í stjórnarstörfum (2011)

Ástæður framboðs:

Verandi óðfluga að nálgast starfslok hef ég um árabil haft áhuga á lífeyrismálum og hef lært margt, sem og haft gaman af að starfa sem varamaður í stjórn Almenna undanfarin ár. Ég hef nær fjögurra áratuga reynslu af þátttöku í atvinnulífinu til sjós og lands, bæði hér heima og í útlöndum og bæði sem starfsmaður og stjórnandi á ýmsum sviðum í sölu/markaðs, fjármálum og stjórnun í skráðum og óskráðum sjávarútvegstengdum fyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Ég hef staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins til setu í stjórn eftirlitsskylds aðila og var meðal annars í stjórn Landsbankans 2011 til 2015. Ég hef bæði menntun í og umtalsverða reynslu af stjórnarstörfum í óskráðum og skráðum fyrirtækjum, bæði heima og í útlöndum (Noregi, Síle og Perú) og sat meðal annars í stjórn landsbankans 2011 til 2015.