Getum við aðstoðað?

Kynning á frambjóðendum

Á þessari síðu er að finna upplýsingar um tíu frambjóðendur til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins árið 2022. Kosið er um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt laust sæti í varastjórn.

Að þessu sinni eru einungis laus sæti karla í aðalstjórn en báðum kynjum var heimilt að bjóða sig fram í varastjórn.

Greint er frá frambjóðendunum tíu  í stafrófsröð, en nöfn þeirra eru:

 • Albert Þór Jónsson, sjálfstætt starfandi við fjármál og fjárfestingar
 • Árni Gunnarsson, fyrrverandi viðskiptastjóri
 • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
 • Frosti Sigurjónsson, ráðgjafi
 • Helgi S. Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri
 • Kristinn Ásgeir Gylfason, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi
 • Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum
 • Reynir Jóhannsson, forstöðumaður fjármála
 • Viktor Ólason, framkvæmdastjóri
 • Þórarinn Guðnason, hjartalæknir

Öllum frambjóðendum gafst kostur á að kynna sig með upplýsingum um starfs- og námsferil, stuttu kynningarbréfi og myndbandi.

Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að kynna sér alla frambjóðendur og nýta kosningarétt sinn.

Rafræn kosning hefst svo kl. 12:00 þann 24. mars næstkomandi og lýkur kl. 16:00 þann 30. mars 2022. Úrslit verða svo kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður fimmtudaginn 31. mars 2022 í Þingsal II á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.

 

 

 

 

 

Albert Þór Jónsson

59 ára

Sjálfstætt starfandi við fjármál og fjárfestingar

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Sjálfstætt starfandi við fjármál og fjárfestingar frá 2008
 • Reginn hf., fasteignfél. – stjórnarmaður frá 2015
 • FL Group – Framkvæmdastjóri 2005 – 2007
 • LSR – Forst.m. Eignastýringar frá 2001 – 2005
 • Landsbréf – fyrirtækjaráðgjöf og miðlun 1990 – 1998
 • Glitnir kaupleiga – fjármálaráðgjöf, viðskiptatengsl

Námsferill:

 • MCF í fjármálum fyrirtækja – HR – 2014
 • Viðskiptafræðingur Cand. Oecon – HÍ – 1986
 • Löggilding í verðbréfamiðlun 1998
 • Löggilding í fasteignaviðskiptum 2001

Ástæða framboðs:

Ég hef unnið á íslenskum fjármálamarkaði síðastliðinn 35 ár hjá banka, verðbréfafyrirtæki og fjárfestingafyrirtæki. Árin 2001 – 2005 var ég forstöðumaður Eignastýringar LSR stærsta
lífeyrissjóðs á Íslandi við uppbyggingu á innlendum og erlendum eignum lífeyrissjóðsins og þekki þar af leiðandi vel til lífeyriskerfisins. Uppbygging á erlendum verðbréfum og samskipti  við flest stærstu eignastýringarfyrirtæki heims og stærstu lífeyrissjóði heims s.s. Calpers í USA, ABP í Hollandi og ABP í Svíþjóð hafa gefið mér mikla yfirsýn í rekstur og eignastýringu  lífeyrissjóða. Ég hef mikla þekkingu á íslenskum fjármálamarkaði og atvinnulífi og þekki vel til mótun fjárfestingastefnu og almennra stjórnarstarfa. Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið framúrskarandi undir stjórn Gunnars Baldvinssonar í yfir 30 ár og ég vil hjálpa til að gera framúrskarandi lífeyrissjóð enn betri.

Árni Gunnarsson

70 ára

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Viðskiptastjóri Einkabankaþjónustu Arionbanka 2013-17
 • Svæðis og útibússtjóri Arionbanka 2006-13
 • Framkvæmdastj. tjónasviðs Sjóvá 2004-06
 • Útibússtjóri Íslandsbanka 1994-04
 • Stjórnarstörf fyrir Rauða krossinn 2015-21
 • Stjórnarstarf fyrir Hjúkrunarheimilið Skógarbæ 2016-19

Námsferill:

 • Próf í verðbréfamiðlun, HR 2014
 • M.Sc. viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn 1982
 • Cand.oecon Háskóli Íslands 1976
 • Fjöldi námskeiða um stjórnun og rekstur

Ástæða framboðs:

Ég hef starfað á fjármálamarkaði s.l. 28 ár og hef öðlast góða innsýn og reynslu á þeim vettvangi. Ég er nú hættur á almennum vinnumarkaði en er þess í stað kominn hinu megin við borðið og nýt þjónustu lifeyrissjóðanna. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í stjórn lífeyrissjóðs, en almennir félagsmenn þeirra þurfa að treysta bæði stjórn og starfsmönnum þeirra fyrir sínum lífeyri. Ég tel bakgrunn minn góðan til að geta lagt Almenna Lífeyrissjóðnum lið við mótun framtíðarstefnu, að gæta að góðum rekstri og við hámörkun ávöxtunar sjóðsfélaga. Þar sem ég er ekki fulltrúi neinna hópa eða félaga í sjóðnum, yrðu störf mín eingöngu í þágu allra félaga.
Ég hef nýlegt próf í verðbréfamiðlun sem gerir mér kleyft að skilja og meta betur þær áskoranir sem Almenni Lífeyrissjóðurinn þarf að glíma við og gef þess vegna kost á starfskröftum mínum fullur áhuga.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

44 ára

Framkvæmdastjóri hjá Húsi Fagfélaganna

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Framkvæmdastjóri hjá Húsi Fagfélaganna 2022-
 • Framkvæmdastjóri hjá Samiðn: 2019 – 2022
 • Framkvæmdastjóri hjá 365 & forstöðumaður Sýn: 2016 – 2018
 • Lektor/stundakennari við Háskóli Íslands frá 2010 – dagsins í dag
 • Stjórnarmaður hjá Samkepniseftirlitinu, 2013 – 2015
 • Stjórnarformaður MBA við HÍ & Viðskiptafræðistofnunar, 2014-2016
 • Stjórnarmaður hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, 2013 -2015

Námsferill:

 • MA próf í Viðskiptasiðfræði, Háskóli Íslands, 2014
 • LLM, University of Pennsylvania, 2012
 • MS próf í Fjármálum fyrirtækja, Háskóli Íslands, 2011
 • Embættispróf í Lögfræði, Háskóli Íslands, 2002
 • Nám í verðbréfaviðskiptum (löggiltur verðbréfamiðlari), 2007

Ástæða framboðs:

Málefni lífeyrissjóða snerta okkur öll og mikilvægi þeirra ótvírætt. Ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum og tel að menntun mín og reynsla auki við fjölbreytileika stjórnar sjóðsins.
Mitt markmið verður að vinna að því að bæta hagsmuni allra sjóðsfélaga og tryggja að fagmennsku verði að höfð að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku.

Frosti Sigurjónsson

59 ára

Ráðgjafi

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Ráðgjafi, 2017 –
 • Bankaráð seðlabankans, 2017-2022
 • Alþingi, formaður eh.vn. 2013-2016
 • Stofnandi Dohop, 2004-2020
 • Stjórnarformaður CCP, 1999-2005
 • Forstjóri Nýherja, 1996-2001
 • Fjármálastjóri Marel, 1994-1996

Námsferill:

 • Rekstrarhagfræði (MBA), LBS, 1991
 • Viðskiptafræði, Háskóli Íslands, 1988

Ástæða framboðs:

Það er von mín að sú reynsla og þekking sem ég hef aflað á fjölbreyttum starfsferli geti orðið að gagni í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Auk almennrar reynslu af stjórnarstörfum, bý ég að áratuga reynslu af rekstri og uppbyggingu hátæknifyrirtækja sem mörg hafa náð að hasla sér völl í alþjóðlegri samkeppni. Undanfarin áratug hef ég einnig stutt við frumkvöðla með ráðgjöf og aðstoð við fjármögnun verkefna.

Einnig má nefna að sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tók ég virkan þátt í að innleiða mikilvægar umbætur á því regluverki sem lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki starfa eftir. Í bankaráði Seðlabankans hef ég einnig fengið afar góða innsýn í þróun efnahagsmála.

Hljóti framboð mitt stuðning, mun ég leggja mig fram um að gæta hagsmuna Almenna og allra sjóðsfélaga.

Helgi S. Helgason

68 ára

Fyrrverandi framkvæmdastjóri

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • 1996-2022 Framkvæmdastjóri Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum
 • 1991-1996 Framkvæmdastjóri Norðurljósa ehf
 • 1986-1991 Auglýsingastjóri RÚV
 • 1979-1986 Fjármálastjóri Ísarn hf

Námsferill:

 • Cand ocon, HÍ, 1979
 • MS fjármál, Bifröst, 2007

Ástæða framboðs:

Mér lýst mjög vel á starfssemi Almenna lífeyrissjóðsins og tel fjárfestingastefnu og almenna stefnumótun mjög metnaðarfulla.
Ég tel Almenna lífeyrissjóðin til fyrirmyndar í því að gefa sjóðsfélögum tækifæri til að kjósa í stjórn sjóðsins og tel að stjórnin ætti að endurspegla sem mest þann fjölbreytta hóp fólks sem er í honum og þá einnig eftirlaunaþega.
Ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins ef ég fæ kosningu og taka þátt í þeirri stefnumótun og eftirliti sem ætlast er til.

Kristinn Ásgeir Gylfason

30 ára

Lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, SidekickHealth ehf.

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, SidekickHealth ehf. 2019-
 • Ráðgjafi á sviði persónuverndarmála, Dattaca Labs ehf. 2017-2019

Námsferill:

 • Meistarapróf í lögfræði, Háskólinn í Reykjavík, 2018
 • Grunnnám í lögfræði, Háskólinn í Reykjavík 2016

Ástæða framboðs:
Ég tel gríðarlega mikilvægt að standa vörð um lífeyrissjóðakerfi okkar Íslendinga og legg mikla áherslu á að skynsemi í rekstri og yfirbyggingu lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að fara vel með fjárfestingu sjóðfélaga til að tryggja að ganga megi að henni vísri á efri árum eða ef í harðbakkann slær og grípa þarf til örorkulífeyris. Því það er fjárfesting að greiða í lífeyrissjóð og slík fjárfesting á að bera ávöxt. Ég tel að Almenni lífeyrissjóðurinn geti gert vel í að fjárfesta í framtíðinni með því að huga vel að vistvænum fjárfestingum og nýsköpun. Gegnsæi og upplýsingagjöf eru afar veigamikill þáttur í að skapa traust til lífeyrissjóða. Það er því mikilvægt að tryggja að áframhald verði á upplýsingaflæði til sjóðfélaga. Ég hef mikla trú á gagnadrifnum ákvörðunum og heiðarleika í samskiptum. Því tel ég mig góðan kost í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Már Wolfgang Mixa

57 ára

Lektor í fjármálum hjá HR

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Lektor í fjármálum hjá HR 2015-
 • Rannsóknarnefnd Alþingis 2013-2014
 • ATS 2010-2012
 • Sparisjóðabankinn 2007-2009
 • Nordvest Securities 2007
 • Sparisjóður Hafnarfjarðar 1998-2005

Námsferill:

 • HR – PhD viðskiptafræði 2016
 • HÍ – MSc viðskiptafræði 2009
 • Löggiltur verðbréfasali BNA og Ísland 1996 & 2001
 • University of Arizona – BA heimspeki 1994
 • University of Arizona – BSBA fjármálafræði 1994

Ástæða framboðs:
Umrót síðustu daga á fjármálamörkuðum sýnir að lítið má útaf bregða í fjárfestingum. Því skiptir máli að stefna í fjárfestingum sé með langtímamarkmið í huga. Ég vil taka þátt í að móta slíka stefnu hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Ég hef starfað á fjármálamörkuðum í aldarfjórðung við flest störf sem tengjast fjárfestingum, til dæmis fjárfestingar, eignastýringu, sjóðastýringu og yfirmaður verðbréfadeildar og verðbréfafyrirtækis. Á þeim tíma varaði ég meðal annars við tæknibóluna árið 2000 og erlendar lántökur til húsnæðiskaupa í undanfara hrunsins árið 2008. Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið góð síðustu ár en hún hefur fengist að stórum hluta til vegna almennrar lækkunar vaxtastigs, eins og Íslendingar vita vel varðandi húsnæðismál síðustu misseri. Hækki vaxtastig aftur er viðbúið að ávöxtunin dragist verulega saman og verði jafnvel neikvæð. Slíkt vil ég koma í veg fyrir í stjórn Almenna.

Reynir Jóhannsson

54 ára

Forstöðumaður fjármála hjá VÍS

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Forstöðumaður Fjármála: VÍS | Febrúar 2020 –
 • Framkvæmdastjóri fjármálasviðs HS Orka hf. | Ágúst 2012– Nóvember 2019
 • Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kvos hf. (Prentsmiðjan Oddi) | Mars 2007 – Ágúst 2012
 • Ráðgjafi í fjármálum Norræna Ráðherranefndin | Ágúst 2002 – Mars 2007
 • Fjármálastjóri Hugur hf. | Janúar 2001 – Júlí 2002
 • Fjárhagsáætlunarfulltrúi Reykjavíkurborg | Júní 1999 – Janúar 2001

Námsferill:

 • Meistaragráða í fjármálum og reikningshaldi (Cand. Merc) Aarhus Business School, 1996
 • Viðskiptafræðingur (Cand.Oecon) af fjármálasviði Háskóli Íslands, 1994

Ástæða framboðs:

Valdi að gerðist sjóðsfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum 2008 eftir vandlega skoðun í kjölfar hrunsins og í kjölfar vonbrigða sem ég varð fyrir með minn þáverandi lífeyrissjóð. Ég sé ekki eftir því og nú langar mig að taka þátt í og setja mark mitt á starfsemi sjóðsins. Vill taka þátt í að byggja upp sterkan og traustan lífeyrissjóð sem gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hef viðamikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og geri mér því grein fyrir sívaxandi mikilvægi lífeyrissjóða í íslensku samfélagi. Ég mun leggja áherslu á að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í ávöxtun sjóðsins á undanförnum árum og tryggja á sama tíma réttindaöryggi sjóðfélaga. Ég hef ýmsa fjöruna sopið á mínum ferli og fátt sem kemur mér á óvart lengur. Það er óvissa ríkjandi í heiminum og því mikilvægt að hafa reynt fólk við stjórnvölin sem getur tekið yfirvegaðar og rökréttar ákvarðanir þegar á reynir.

Viktor Ólason

57 ára

Framkvæmdastjóri, Fjárflæði

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Framkvæmdastjóri, Fjárflæði, frá Jan 2020
 • Framkvæmdastjóri, KúKú Campers, 2017 -2020
 • Meðeigandi og stjórnarmaður, iKort ehf, 2013-2016
 • Forstjóri, Tal (IP Fjarskipti ), 2010-2013
 • Kreditkort, forstjóri, 2007-2010
 • Ýmsar stjórnunarstöður, 1991-2007

Námsferill:

 • National University 1991

Ástæða framboðs:

Allan minn starfsferil hef ég gert mér grein fyrir mikilvægi lífeyrissparnaðar og þess að þau mál séu í traustum farvegi. Mig hefur gjarnan undrað umræðan í samfélaginu um lífeyrissjóðina og þá fármuni sem þar eru til ávöxtunar og geymslu fyrir okkur. Okkur sem höfum greitt í Almenna bíða vonandi spennandi tímar þegar við ákveðum að hefja töku lífeyris og ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til þess að svo megi vera. Það er ekki gott að vera bara þiggjandi lífinu og mér finnst því rétt að bjóða mína starfskrafta og fjölbreytta reynslu fram á þessu sviði.

Þórarinn Guðnason

57 ára

Hjartalæknir Læknasetri

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Forstjóri lækninga í Læknasetrinu frá 2021-
 • Hjartalæknir Læknasetri, frá 2004
 • Stjórnarformaður Læknaseturs frá 2011
 • Form. Læknafél. Rvk. 2017-2021
 • Form. FSSH frá 2005
 • Rekstur eigin læknastofu frá 2004
 • Hjartalæknir LSH 2004-2019
 • Varaform. Læknafél. Ísl. 2008-2010

Námsferill:

 • Doktorspróf Gautaborgarháskóli 2004
 • Sérfræðileyfi lyflækningum 1998 og hjartalækningum 1999
 • Sérnám lyf- og hjartalæknir 1993-1999
 • Lækningaleyfi 1992
 • HÍ kandidatspróf læknisfræði 1991

Ástæða framboðs:

Ég býð mig fram stjórn AL því ég tel að reynsla mín og þekking geti nýst sjóðnum vel. Ég hef verið sjóðsfélagi alla starfsævina í byrjun í Lífeyrissjóði lækna. Ég hef setið í stjórnum ýmissa læknafélaga m.a. í  LÍ sem varaformaður og LR sem formaður 2017-2021.

Ég starfaði á Landspítala 1991-2019 með hléi vegna náms og starfa í Svíþjóð 1995-2004. Þekki því bæði sænskt og íslenskt lífeyriskerfi sem launamaður og sjálfstætt starfandi.

Frá 2004 hef ég rekið læknastofu í Læknasetrinu og í meira en áratug verið í forsvari sem starfandi stjórnarformaður og síðar lækningaforstjóri og þekki því vel til fyrirtækjarekstrar.

Ég hef áhuga á lífeyrismálum og mun vinna að því að ávöxtun AL verði til langframa sem allra best. Leiðarljós mitt verður hagur sjóðsfélaga, en einnig sjálfbærni og að taka tillit til umhverfis-, jafnréttis- og mannréttindamála. Því býð ég nú fram krafta mína í stjórn sjóðsins.