Lánskjör – Almenni
 • Skyldusparnaður
 • Viðbótarsparnaður
 • Ávöxtun
 • Lán
 • Launagreiðendur
 • Almenni Pension Fund
 • Investment plans
 • Loans
 • About Almenni

Vextir

Umsækjendur geta sótt um verðtryggð og óverðtryggð lán

Í boði eru verðtryggð lán með breytilegum vöxtum sem festir eru til 36 mánaða í senn, föstum vöxtum út lánstímann eða óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum sem festir eru til 36 mánaða í senn.

Lánstími lána er sveigjanlegur, frá 5 árum til allt að 40 ára og enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána.

 • 4,6%

  Óverðtryggðir vextir festir til 36 mánaða í senn

 • 3,6%

  Verðtryggðir fastir vextir út lánstímann

 • 1,55%

  Verðtryggðir vextir, festir til 36 mánaða í senn

 • 0,93%

  Breytilegir verðtryggðir vextir (eldri lán)

Lánskjör

Mikilvægt er að þekkja kostnaðinn af því að taka lán

 • Sá sem tekur lán greiðir kostnað í upphafi sem er lántökugjald og annar kostnaður við að sækja um og útbúa lánið.
 • Á lánstíma greiða lántakendur lánveitanda umsamda vexti fyrir féð sem þeir fá að láni og færslukostnað við hverja afborgun.
 • Þeir sem hyggjast taka lán eru hvattir til að kynna sér lánskostnað áður en lán er tekið. Á reiknivél fyrir lán er hægt að gera greiðsluáætlun og reikna árlega hlutfallstölu kostnaðar sem mælir heildar­kostnað lána, þ.e. bæði vexti og annan kostnað svo sem lántökugjöld, kostnað við greiðslu afborgana, o.fl. Árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknuð út sem prósentutala og sýnir heildarkostnað á ári við að taka lán.

Gjaldskrá

Gjaldskrá vegna lánaumsýslu og skjalagerðar

Skjalagerð og önnur gjöld:

Veðflutningur 8.000 kr.
Veðleyfi 8.000 kr.
Skilyrt veðleyfi 6.000 kr.
Veðbandslausn 6.000 kr.
Skuldbreyting 8.000 kr.
Skilmálabreytingar 6.000 kr.
Skuldskeyting (skuldaraskipti) 8.000 kr.
Umsjón með þinglýsingu 950 kr.
Útvegun veðbókarvottorðs 1.500 kr.
Útvegun lánshæfismats 800 kr.
Útvegun skuldastöðuyfirlits 1.000 kr.
Greiðslumat, einn aðili 7.000 kr.
Greiðslumat, tveir aðilar 11.000 kr.
Lántökugjald 65.000 kr.
Skjalagerð ef skuldabréf er umfram eitt 8.000 kr.
Tilkynninga og greiðslugjald:
Skuldfært af reikningi – pappírsyfirlit 255 kr.
Skuldfært af reikningi – netyfirlit 130 kr.
Greitt með greiðsluseðli – pappírsyfirlit 640 kr.
Greitt með greiðsluseðli – netyfirlit 515 kr.
Sérstök innheimtumeðferð samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka.

 

Þessi gjaldskrá gildir frá 15. janúar 2018

Innheimta skuldabréfa

Fyrir hvern gjalddaga eru sendar tilkynningar um greiðslu afborgana skuldabréfa. Dráttarvextir reiknast frá fyrsta degi eftir gjalddaga.
Ef vanskil verða á afborgun lána sendir innheimtubanki út eftirtalin bréf með tilheyrandi kostnaði.

7 daga vanskil               Áminning
30 daga vanskil             Innheimtubréf (milliinnheimta), gefinn 10 daga greiðslufrestur
70 daga vanskil             Lokaaðvörun, gefinn 10 daga greiðslufrestur
80 daga vanskil             Tilkynning um lögfræðiinnheimtu, gefinn 10 daga greiðslufrestur

Kostnaður við innheimtu má sjá í gjaldskrá ofar á þessari síðu.

Lögfræðiinnheimta:
90 daga vanskil             Gefinn 7 daga greiðslufrestur
Greiðsluáskorun            Gefinn 30 daga greiðslufrestur
120 daga vanskil            Nauðungarsölubeiðni send sýslumanni.

Kostnaður skv. taxta lögmanna og gjaldskrá opinberra gjalda.

Athugið að alltaf er hægt að semja um afborganir áður en kemur til lögfræðiinnheimtu og forðast þannig verulegan kostnað og óþægindi.

 

Greitt inn á höfuðstól

Hægt er að greiða aukalega inn á höfuðstól sjóðfélagalána hjá Almenna án sérstakrar þóknunar. Það er sem sagt ekki uppgreiðslugjald/álag á lánum hjá Almenna.

 • Innborgunarreikningur: 0526-22-1
 • Kennitala: 421289-2639
 • Setjið lánsnúmer í skýringu
 • Sendið staðfestingu í tölvupósti á almenni@almenni.is

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrstur fréttirnar um viðburði og annað er viðkemur lífeyrismálum og starfsemi sjóðsins.