Lífið á efstu hæð – morgunfundur 14. mars

mynd af forsíðu bókarinnar Lífið á efstu hæð eftir Gunnar Baldvinsson
Hvenær get ég byrjað að taka eftirlaun? Hvað þarf ég að vita og gera?
Á sjóðfélagafundi Almenna leitast Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins við að svara þessum spurningum og fleirum sem brenna á þeim sem hyggjast fara á eftirlaun á næstu árum.

Erindi fundarins byggir á nýútkominni bók eftir Gunnar en í henni er bent á atriði sem gott er að hafa í huga til að undirbúa fjármál við starfslok.

Tími:                14. mars kl. 8:30-9:30
Staðsetning:    Skrifstofa Almenna, Borgartúni 25, 5. hæð

Fullbókað er á fundinn. Þú getur hins vegar fylgst með útsendingu frá honum með því að smella hér en auk þess verður umfjöllun, myndir og upptaka frá fundinum birt hér á síðunni innan skamms.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.