Már Wolfgang Mixa, 57 ára

Lektor í fjármálum

Starfsferill/stjórnarstörf:

 • Lektor í fjármálum hjá HR 2015-
 • Rannsóknarnefnd Alþingis 2013-2014
 • ATS 2010-2012
 • Sparisjóðabankinn 2007-2009
 • Nordvest Securities 2007
 • Sparisjóður Hafnarfjarðar 1998-2005

Námsferill:

 • HR – PhD viðskiptafræði 2016
 • HÍ – MSc viðskiptafræði 2009
 • Löggiltur verðbréfasali BNA og Ísland 1996 & 2001
 • University of Arizona – BA heimspeki 1994
 • University of Arizona – BSBA fjármálafræði 1994

Ástæða framboðs:
Umrót síðustu daga á fjármálamörkuðum sýnir að lítið má útaf bregða í fjárfestingum. Því skiptir máli að stefna í fjárfestingum sé með langtímamarkmið í huga. Ég vil taka þátt í að móta slíka stefnu hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Ég hef starfað á fjármálamörkuðum í aldarfjórðung við flest störf sem tengjast fjárfestingum, til dæmis fjárfestingar, eignastýringu, sjóðastýringu og yfirmaður verðbréfadeildar og verðbréfafyrirtækis. Á þeim tíma varaði ég meðal annars við tæknibóluna árið 2000 og erlendar lántökur til húsnæðiskaupa í undanfara hrunsins árið 2008. Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið góð síðustu ár en hún hefur fengist að stórum hluta til vegna almennrar lækkunar vaxtastigs, eins og Íslendingar vita vel varðandi húsnæðismál síðustu misseri. Hækki vaxtastig aftur er viðbúið að ávöxtunin dragist verulega saman og verði jafnvel neikvæð. Slíkt vil ég koma í veg fyrir í stjórn Almenna.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.