Get ég breytt um ávöxtunarleið og hvernig geri ég það?

14. september 2017

Já, sjóðfélagar geta skipt um ávöxtunarleið og flutt inneign í einu lagi eða í áföngum milli leiða þegar þeim hentar. Beiðnir um flutning skulu vera skriflegar. Beiðnir um flutning sem berast síðustu tvo virka daga mánaðar verða afgreiddar í lok næsta mánaðar eftir að beiðni berst.

Við ráðleggjum sjóðfélögum að nota sjóðfélagavefinn til þess að breyta um ávöxtunarleið en þar er hægt að skila inn beiðni með rafrænni undirskrift. Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.