Get ég nýtt allan séreignarsjóðinn minn inn á lán eða til kaupa á fyrstu íbúð?

10. nóvember 2017

  • Einungis er hægt að nýta þann hluta séreignarsparnaðar sem er tilkomin vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.
  • Um séreign inn á lán gildir sú regla að ráðstöfun inn á lán tekur gildi frá þeim mánuði sem sótt er um á leidretting.is.
  • Við kaup á fyrstu fasteign er hægt að nýta viðbótarsparnað frá 1. júlí 2014. Hámarksfjárhæð á einstakling er samtals 500 þús. kr. fyrir hverja tólf mánuði á almanaksári í samfellt tíu ár. Eigið framlag getur numið allt að 4% af launum og að hámarki 333 þús. kr. og framlag launagreiðanda getur numið allt að 2% og að hámarki 167 þús. kr. Framlag einstaklingsins má jafnframt ekki vera lægra en framlag launagreiðandans.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.