Getum við aðstoðað?

Hversu lengi geymir sjóðurinn persónuupplýsingar?

16. júlí 2018

Lífeyrissjóðnum er skylt samkvæmt lögum og reglum að geyma upplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sjóðsins. Lög mæla fyrir því að persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband sjóðfélaga og sjóðsins er í gildi eða eins lengi og lög, lögmætir hagsmunir og reglur sjóðsins krefjast og málefni gefur tilefni til. Málefnaleg ástæða er enn til staðar ef unnið er með upplýsingar í samræmi við upphaflegan tilgang með söfnun þeirra eða vegna viðskiptalegra hagsmuna sjóðsins, t.d. til þess að afmarka, setja fram og verja kröfur sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn metur hversu lengi hann telur nauðsynlegt að vista gögn eftir að réttarsamband aðila er lokið.

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur það að markmiði að varðveita ekki persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt er. Að varðveislutíma loknum er upplýsingum eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar.