Iðgjald og réttindi

Samsetning lífeyrisréttinda í Almenna er öðruvísi en í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Þriðjungur af lágmarksiðgjaldi í Almenna lífeyrissjóðinn greiðist í séreignarsjóð en algengast er að lágmarksiðgjald greiðist allt í samtryggingarsjóð.

  • Almenni er einnig starfsgreinasjóður arkitekta, hljómlistarmanna, leiðsögumanna, lækna og tæknifræðinga.
  • Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð er 12% af launum samkvæmt lögum.
  • Lágmarksiðgjald sem greiðist til Almenna skiptist þannig að 8% af launum greiðist í samtryggingarsjóð og 4% í séreignarsjóð.
  • Hafi verið samið um hærra lágmarksiðgjald í kjara- eða ráðningarsamning greiðist viðbót í séreignarsjóð nema sjóðfélagar óski eftir sérstaklega eftir öðru.
  • Hafi verið samið um hærra lágmarksiðgjald í kjara- eða ráðningarsamning greiðist viðbót í séreignarsjóð nema sjóðfélagar óski eftir sérstaklega eftir öðru.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.