Lífeyrismál

  • Get ég valið mér lífeyrissjóð?

    Ef aðild að lífeyrissjóði er tilgreind í kjara- eða ráðningarsamningi launamanns skal hann greiða í viðkomandi lífeyrissjóð. Ef hins vegar ekkert er tekið fram um aðild að lífeyrissjóði í kjara- eða ráðningarsamningi þá velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra lífeyrissjóða leyfa.

  • Hvers vegna er mikilvægt að greiða í lífeyrissjóð?

    Af því að lífeyrissjóðir veita sjóðfélögum sínum verðmæt réttindi. Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér rétt á lífeyrisgreiðslum til æviloka auk þess að tryggja sér og fjölskyldum sínum örorkulífeyri við starfsorkumissi og maka- og barnalífeyri við fráfall.

Ávöxtun

  • Hvernig viltu ávaxta lífeyri þinn?

    Sjóðfélagar geta valið á milli sex ávöxtunarleiða. Þar af eru þrjú blönduð hlutabréfasöfn; Ævisafn I, II og III, tvö ríkissöfn; langt og stutt ásamt innlánasafni. Söfnin fela í sér mismunandi sveiflur og áhættu og um leið mismunandi vænta langtímaávöxtun. Einnig er hægt að velja Ævileiðina en þá flyst inneign milli safna eftir aldri.

    • Ráðgjöf: Velja Ævileiðina
    • Af hverju? Eftirlaunasparnaður á sér stað yfir alla starfsævina og því er það góð aðferð að taka mið af aldri.
    • Aðrir kostir: Velja ævisafn m.t.t. til annarra eigna. Sá sem á hátt hlutfall hlutbréfa og vill ekki auka vægi þeirra velur Ævisafn III, Innlánasafn og ríkisskuldabréfasöfnin. Sá sem á miklar aðrar eignir og þolir að taka áhættu velur Ævisafn I.
  • Viltu fá borgað fyrir að spara?

    Launþegar mega greiða allt að 6% af launum í viðbótarsparnað. Þar af greiðir launþegi sjálfur 4% en mótframlag launagreiðanda er 2%.

    • Ráðgjöf: 4% af heildarlaunum.
    • Af hverju?: Til þess að tryggja sér óbreyttar tekjur í starfslok þarf að spara 14% til 17% af launum alla starfsævina (40 ár).
    • Aðrir kostir: Reglulegur óbundinn sparnaður (t.d. verðbréf í áskrift) fyrir þá sem eiga engan varasjóð eða vilja leggja áherslu á að sparnaður sé laus

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.