Getum við aðstoðað?

Hlaðvarp, mynd eða hljóð

  • Gerðu samanburð

    Almenni lífeyrissjóðurinn mælir með að fólk geri samanburð á svokölluðum lykilupplýsingaskjölum sem sýna kostnað og vænta ávöxtun hjá mismunandi vörslu­aðilum lífeyrissparnaðar. Öllum vörsluaðilum er skylt að birta slík skjöl sem eru stöðluð til að auðvelda samanburð á milli þeirra.

  • Taktu upplýsta ákvörðun

    Þessari síðu er ætlað að hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun um séreignarsparnaðinn þinn. Þessi ákvörðun er mögulega þín stærsta fjárhagslega ákvörðun í lífinu til þessa.
    Berðu saman lykilupplýsingaskjöl og vandaðu valið. Lykilupplýsingaskjöl Almenna eru hér.

  • Upphafskostnaður - sölukostnaður

    Sölufólk tekur sér háar söluþóknanir, sem nema oft hundruðum þúsunda, fyrir hvern samning.  Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir þessum kostnaði.
    Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er enginn sölu- eða upphafskostnaður greiddur.

  • Hærri væntur kostnaður á samningstíma

    Í lykilupplýsingaskjölum kemur fram að lífeyristryggingar bera hærri umsýslukostnað en séreignar­sparnaður hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Kostnaður dregst frá sparnaði sjóðfélaga allan samningstímann og getur haft mikil áhrif á uppsafnaðan sparnað.

  • Lægri vænt ávöxtun

    Vænt ávöxtun lífeyristrygginga er í flestum sviðsmyndum marktækt lægri en í blönduðum verðbréfasöfnum hjá Almenna samkvæmt upplýsingum sem lesa má í lykilupplýsingaskjölum.

    . Á löngum tíma getur munurinn á eignamyndun orðið verulegur.

  • Hvað ef eitthvað breytist?

    Lífeyristryggingasamningar eru til langs tíma jafnvel til margra áratuga. Ef einhverjar breytingar verða á þínum högum og þú hættir tímabundið að greiða eða lækkar greiðslu á samningstima lífeyristryggingar getur kostnaður numið stórum hluta af greiddum iðgjöldum.
    Hjá Almenna er hins vegar hægt að stöðva greiðslur tímabundið eða hætta greiðslum án þess að það leiði til nokkurs viðbótarkostnaðar.

  • Íslenska séreignin leggur þýska stálið

    Í nýlegri grein Gunnars Baldvinssonar í Viðskiptablaðinu er gerður samanburður á íslenskum séreignarsparnaði og þýskum líftryggingasparnaði. Þar kemur skýrt fram að munurinn er verulegur íslensku séreigninni í hag. Greinina má lesa hér.

Myndband fyrir ofan, hljóð fyrir neðan