Getum við aðstoðað?

Velkomin til starfa – hvað þarftu að vita?

Lífeyrissjóður, hvað er það?

Skylda, líka fyrir þig!

Þú eins og allir á aldrinum 16-70 ára eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum. Sumir geta valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða en aðrir eru bundnir ráðningar- eða kjarasamningi. Lágmarkið er 12% en margir greiða 15,5%. Þú greiðir 4% af því en launagreiðandi rest eða frá 8%-11,5%.

Þú færð eftirlaun

Þeir sem greiða í lífeyrissjóði fá greiddan lífeyri frá því þeir hætta að vinna og til æviloka. Þú færð hærri lífeyri ef þú greiðir af hærri launum og ef þú greiðir lengur.

Þú færð áfallalífeyri – sem er hvað?

Lífeyrissjóðirnir greiða lífeyri ef þú lendir í örorku og ef þú fellur frá fá maki og/eða börn einnig lífeyri. Örorku-, maka- og barnalífeyrir er einu nafi kallaður áfallalífeyrir.Varúð, tekur ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár!

Varúð – þrjú vantryggð ár!

Það tekur þrjú ár að fá full réttindi til áfallalífeyris í lífeyrissjóðunum. Því er vissara að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu að minnsta kosti fyrstu árin. Það er óhætt að mæla með að vera með líf- og sjúkdómatryggingu framan af ævi á meðan skuldir eru verulegar til að létta lífið ef áföll dynja yfir.

Sparnaðurinn þinn í ávöxtun

Lífeyrissjóðirnir sjá um að fjárfesta og ávaxta sparnaðinn þinn þannig að þú fáir sem hæst eftirlaun. Því betur sem gengur að ávaxta sparnaðinn þeim mun hærri lífeyri færðu.

Aukamoli – viðbótarlífeyrissparnaður

Þessi aukamoli er mjög mikilvægur en það er óhætt að mæla með viðbótarlífeyrissparnaði sem er hagkvæmasti sparnaður sem í boði er. Nánar um viðbótarlífeyrissparnað í næsta kafla.

Hvað þarftu að gera?

Spurðu launagreiðandann hvort þú getir valið þér lífeyrissjóð og vandaðu valið. Smelltu hér til að kynna þér sérstöðu Almenna lífeyrissjóðsins og smelltu hér til að skrá þig í  Almenna lífeyrissjóðinn.

Hvað þarftu að gera?

Smelltu hér, gerðu samning og byrjaðu strax með viðbótarlífeyrissparnað.

Viðbótarlífeyrissparnaður – af hverju?

Auðveldasta launahækkun ævinnar!

Auðveldasta launahækkun lífs þíns. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað verður vinnuveitandi þinn að greiða 2% á móti – sem hann myndi annars ekki gera! Þess vegna er viðbótarlífeyrissparnaður hagstæðasti sparnaður sem völ er á.

Skattfrjáls húsnæðissparnaður

Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað ef þú ætlar að spara skattfrjálst fyrir útborgun eða inn á lán fyrstu fasteignar. Þú getur greitt allt að 500 þúsund á ári í tíu ár – eða fimm milljónir skattfrjálst!

Erfist

Ólíkt venjulegum lífeyri erfist viðbótarlífeyrissparnaður. Enginn erfðafjárskattur er dreginn af viðbótarlífeyrissparnaði sem gerir hann að mjög hagstæðum arfi.

Skattalega hagkvæmur

Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum eða ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar eins og greitt er af öðrum sparnaði á meðan á sparnaðartíma stendur.

Auðvelt sparnaðarform

LVinnuveitandinn þinn sér um að greiða sparnaðinn í lífeyrissjóð sem síðan ávaxtar séreignarsjóðinn þinn. Þú þarft bara að velja hvaða ávöxtunarleið þú vilt velja fyrir sparnaðinn þinn. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er hægt að velja á milli sjö ávöxtunarleiða.