Breyttur opnunartími

24. febrúar 2022

Breyttur opnunartími

Skrifstofan opin frá kl. 10:00 til 15:00 virka daga

Skrifstofa Almenna lífeyrissjóðsins verður framvegis opin frá kl. 10:00 til 15:00 virka daga. Þessi breyting tekur gildi frá og með 1. mars 2022 og er gerð til að auka svigrúm starfsfólks til að sinna úrvinnslu verkefna og þjónustu við sjóðfélaga fyrir og eftir opnunartíma skrifstofu.

Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér áfram rafrænar þjónustuleiðir sjóðsins.

  • Hægt er að tala við ráðgjafa á fjarfundi (panta hér), í síma 5102500 og á netspjalli á skrifstofutíma.
  • Utan opnunartíma er hægt að senda tölvupóst á almenni@almenni.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
  • Netráðgjafinn (Getum við aðstoðað? Hlekkur neðst hægra megin á heimasíðu) er á vakt allan sólarhringinn en þar er að finna svör við öllum helstu spurningum.
  • Á sjóðfélagavef er að finna uppfærðar upplýsingar um réttindi og séreign á myndrænu formi. Þar geta sjóðfélagar skilað inn skilað inn öllum umsóknum og fylgst með framvindu þeirra. Sjóðfélagar í séreignarsjóði, sem eru byrjaðir að ganga á inneign sína, geta stillt fjárhæð mánaðarlegra útgreiðslna, sótt eingreiðslur og valið úr hvaða ávöxtunar­leið þeir fá greitt hverju sinni.
  • Á lánavef er hægt að hægt að sækja um lán, meta áhrif aukagreiðslna á greiðslubyrði, greiða eingreiðslu eða gera samning um aukagreiðslur tímabundið inn á lán.

Markmið sjóðsins er að veita góða þjónustu, faglega fræðslu og ráðgjöf. Allar ábendingar frá sjóðfélögum eru vel þegnar.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.