4% iðgjald á ný

03. janúar 2014

Þann 1. júlí nk. geta sjóðfélagar á ný greitt 4% í stað 2% í viðbótarlífeyrissparnað. Þar með fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði um lækkun á iðgjaldi sem gilda átti fyrir tekjuárin 2012 til 2014. Á sama tíma taka gildi lög sem heimila sjóðfélögum að nota viðbótariðgjöld til að greiða inn á húsnæðislán af óskattlögðum tekjum.  Greiðslurnar verða skattlausar en að hámarki 500 þúsund kr. á ári í þrjú ár eða samtals 1,5 m. kr. Aðgerðin mun taka til þeirra sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013 en öðrum verður gert heimilt að leggja fyrir í húsnæðissparnað. Stjórnvöld hafa ekki útfært með hvaða hætti séreignarsparnaður verður greiddur inn á lán.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.