Aðgengilegar upplýsingar um lánabreytingar
13. desember 2023
Almenni hefur bætt við sérstökum upplýsingasíðum um lánabreytingar á heimasíðu sjóðsins. Síðunum er ætlað að auðvelda lántakendum að nálgast á einum stað allar helstu upplýsingar um það hvernig þeir geta gert breytingar á lánum sínum.
Síðurnar veita almennar leiðbeiningar en einnig sérstakar upplýsingar um skilmálabreytingar, endurfjármögnun og úrræði fyrir lántakendur sem standa frammi fyrir tímabundnum greiðsluerfiðleikum.
Með síðunum, sem sjá má hér, vill sjóðurinn halda áfram að bæta þjónustu sína við sjóðfélaga og lántakendur.
Við minnum á að sjóðfélögum stendur til boða að koma í viðtal hjá ráðgjöfum sjóðsins en viðtölin eru ókeypis og án skuldbindinga.
Hægt er að panta viðtal hér.