Getum við aðstoðað?

Afþakkaðu pappírinn!

15. janúar 2016

Á árinu 2016 efnir Almenni til sérstaks átaks til að fækka yfirlitum á pappír og leggur þar með sitt að mörkum í umhverfisvernd.

Á nýja sjóðfélagavefnum er hægt að sækja rafræn yfirlit hvenær sem er á einfaldan og þægilegan hátt. Auk þess er hægt að ná góðri yfirsýn yfir lífeyrismálin, gera áætlun og framkvæma ýmsar aðgerðir á vefnum með rafrænum skilríkjum. Nánar um nýja sjóðfélagavefinn er að finna hér á sérstakri upplýsingasíðu þar sem m.a. er að finna kynningarmyndbönd.

Almenni vill hvetja sjóðfélaga til að taka þátt í átakinu með því að afþakka pappír á nýja sjóðfélagavefnum. Þegar vefurinn opnast birtist gluggi þar sem hægt er að afþakka yfirlit, hafi sjóðfélagi ekki þegar afþakkað yfirlit.

Smelltu hér til að fara á nýja sjóðfélagavefinn og afþakka yfirlit

Einn heppinn sjóðfélagi sem afþakkað hefur yfirlit vinnur iPad Pro í lok árs!