Almenni á Framadögum 2022

30. mars 2022

Almenni á Framadögum 2022

Framadagar háskólanna voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík 11. mars síðastliðinn og voru vel sóttir. Lýsa má Framadögum sem risastóru atvinnuviðtali en þar kynna fyrirtæki starfsemi sína fyrir fólki sem er að ljúka námi og er mögulegt framtíðarstarfsfólk.
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur tekið þátt í Framadögum frá 2014 en tilgangurinn með þátttökunni er að fræða almennt um lífeyrismál og mikilvægi þeirra auk þess að kynna sérstöðu Almenna. Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingur hjá Almenna hélt kynningu með yfirskriftinni Lífeyrismál og lífeyrissjóðir og á bás Almenna stóð sjóðurinn fyrir Kahoot spurningaleik sem snerist um lífeyrismál. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband um Almenna á Framadögum.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.