Getum við aðstoðað?

Almenni auglýsir eftir sjóðstjóra

11. september 2023

Almenni auglýsir eftir sjóðstjóra

Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir að ráða sjóðstjóra til starfa í eignastýringarteymi sjóðsins. Meðal helstu verkefna eru greining og verðmat fyrirtækja og annarra fjárfestingarkosta, undirbúningur fjárfestingarákvarðana og stýring sérhæfðra innlendra hlutabréfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf eða sambærilegum störfum á fjármálamarkaði. Starfið er fjölbreytt og tækifæri fyrir þau sem hafa áhuga á að vaxa í starfi með krefjandi verkefnum sem lúta að fjárfestingum og eignastýringu.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

Sótt er um starfið á www.hagvangur.is, eða með því að nota QR-kóðann hér að neðan.