Getum við aðstoðað?

Almenni opnar lánavef

28. desember 2021

Almenni opnar lánavef

Einfaldara aðgengi að lánum

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur opnað lánavef til að einfalda aðgengi sjóðfélaga að upplýsingum um sjóðfélagalán og aðgerðum sem tengjast þeim. Á vefnum er m.a. hægt að sækja um lán, hlaða inn öllum gögnum sem viðkemur lánum og fylgjast með afgreiðslu þeirra. Auk þess er hægt að greiða aukalega inn á lán á vefnum en sem kunnugt er geta sjóðfélagar  greitt inn á lán hjá Almenna án kostnaðar.

Hægt er að fara inn á nýja lánavefinn hér