Almenni tekur Noona í notkun

11. október 2022

Almenni tekur Noona í notkun

Almenni leitar stöðugt leiða til að bæta þjónustu við sjóðfélaga. Nýjasta dæmið um það er að sjóðurinn hefur tekið í notkun tímapantanakerfi Noona. Þar geta sjóðfélagar pantað viðtal eða símtal við ráðgjafa og fá sjálfvirka staðfestingu á tímapöntun og áminningu þegar tíminn nálgast. Það er von sjóðsins að þessari nýjustu viðbót verði vel tekið.

Smelltu hér til að panta ráðgjöf.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.