Almenni vinnur til verðlauna

09. desember 2020

Almenni vinnur til verðlauna

Almenni lífeyrissjóðurinn var valinn besti lífeyrissjóður smáþjóða með íbúa undir einni milljón af tímaritinu Investment Pension Europe, IPE á dögunum. Þetta er í fjórða sinn sem sjóðurinn vinnur verðlaunin en að þessu sinni deilum við þeim með Frjálsa lífeyrissjóðnum. Í umsögn dómnefndar sagði að starfsemi Almenna væri metnaðarfull bæði hvað varðaði framboð ávöxtunarleiða og upplýsingagjöf. Sveigjanleiki í þjónustu, þá sérstaklega hve sjóðurinn stendur framarlega í rafrænni þjónustu gerði það að verkum að vel hafi gengið að laga starfsemina að heimsfaraldrinum. Þessi verðlaun eru sjóðnum heiður og hvatning til að gera enn betur í þjónustu við sjóðfélaga.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.