Ársfundur, 18. mars 2014

14. mars 2014

Almenna lífeyrissjóðsins árið 2014 verður haldinn þriðjudaginn 18. mars 2014 í Þingsal 2,  Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.

Dagskrá.

1.   Skýrsla stjórnar.
2.    Ársskýrsla 2013 og tryggingafræðilega athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3.   Kynning á fjárfestingarstefnu Almenna lífeyrissjóðsins.
4.   Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar eru hér.
5.   Kosning stjórnar.

Úr grein 5.1. í samþykktum um skipan stjórnar.

,,Stjórn sjóðsins skal skipuð sex sjóðfélögum kjörnum á ársfundi til þriggja ára í senn og skal stjórnin skipuð þremur konum og þremur körlum. Varamenn í stjórn eru þrír sjóðfélagar kosnir af sjóðfélögum og skal hvort kyn eiga minnst einn fulltrúa í varastjórn.

Niðurstaða stjórnarkjörs, bæði aðalmanna og varamanna, ræðst af skilyrðum um hlutfall kynja í stjórn. Ef laust sæti skal skipað konu hlýtur sá kvenframbjóðandi sem fær flest atkvæði kosningu og öfugt ef laust sæti skal skipað karli.“

Á fundinum lýkur kjörtímabili Sigurbjörns Sveinssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, aðalmanna, og Ingvars Baldurssonar, varamanns.

Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 11. mars 2014 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Varamenn skulu kosnir í sérstakri kosningu þegar kjör aðalstjórnarmanna hefur farið fram og þarf ekki að skila inn framboðum fyrir ársfund.

6.   Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.   Samkvæmt grein 6.2 skal tillögum um endurskoðanda eða endurskoðunarfélag skilað viku fyrir ársfund til stjórnar sjóðsins og kynntar á heimasíðu. Tillögum skal skilað í síðasta lagi þann 11. mars 2014 kl. 24:00. Hægt er að senda inn tillögur á netfangið almenni@almenni.is.
7.   Ákvörðun um laun stjórnar.
8.   Önnur mál.

Hægt er að boða komu sína með því að smella hér.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.