Ársfundur 2015
17. mars 2015
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2015 verður haldinn þriðjudaginn 17. mars kl. 17:15, í Þingsal 2, Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
Dagskrá.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2014 og tryggingafræðilega athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
Þeim sem nota i-Pad eða Apple tölvur er bent á að skoða ársskýrsluna í Ibooks eða Firefox vafra eða vista og opna í Acrobat Reader. Safari vafri virkar ekki nógu vel.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu Almenna lífeyrissjóðsins.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar eru hér.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Um kosningu stjórnar.
Úr grein 5.1. í samþykktum um skipan stjórnar.
,,Stjórn sjóðsins skal skipuð sex sjóðfélögum kjörnum á ársfundi til þriggja ára í senn og skal stjórnin skipuð þremur konum og þremur körlum. Varamenn í stjórn eru þrír sjóðfélagar kosnir af sjóðfélögum og skal hvort kyn eiga minnst einn fulltrúa í varastjórn.
Niðurstaða stjórnarkjörs, bæði aðalmanna og varamanna, ræðst af skilyrðum um hlutfall kynja í stjórn. Ef laust sæti skal skipað konu hlýtur sá kvenframbjóðandi sem fær flest atkvæði kosningu og öfugt ef laust sæti skal skipað karli.“
Á fundinum lýkur kjörtímabili Hrannar Sveinsdóttur og Ástríðar Jóhannesdóttur, aðalmanna, og Péturs Þorsteins Óskarssonar, varamanns.
Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 10. mars 2014 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrír karlmenn þannig að eingöngu konur geta gefið kost á sér í aðalstjórn að þessu sinni.
Varamenn skulu kosnir í sérstakri kosningu þegar kjör aðalstjórnarmanna hefur farið fram og þarf ekki að skila inn framboðum fyrir ársfund.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins