Getum við aðstoðað?

Ársfundur 2024

20. mars 2024

Ársfundur 2024
Mynd: Helga Indriðadóttir

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2024 kl. 17:15 á Hilton Reykjavik Nordica .

Dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársskýrsla 2023 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
  3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
  4. Tillögur stjórnar og sjóðfélaga um breytingar á samþykktum sjóðsins.
  5. Kosning stjórnar. Kjörnefnd kynnir niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs sem lýkur kl. 16:00 þann 3. apríl 2024.
  6. Kosning í endurskoðunarnefnd.
  7. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
  8. Ákvörðun um laun stjórnar.
  9. Önnur mál.

Rafrænt stjórnarkjör

Rafrænt stjórnarkjör fer fram frá kl. 12:00 þann 25. mars til kl. 16:00 þann 3. apríl 2024. Kosið verður um tvö laus sæti til aðalmanns sem skulu að þessu sinni bæði skipuð konu. Auk þess er kosið um laust sæti varamanns sem bæði getur verið skipað konu og karli.

Upplýsingar um frambjóðendur og leiðbeiningar um fyrirkomulag kosninga er að finna á www.almenni.is

Frambjóðendur til aðalstjórnar eru: Arna Guðmundsdóttir, Elva Ósk Wiium og Heiða Óskarsdóttir.
Frambjóðendur til varastjórnar eru: Elva Ósk Wiium, Gunnar Hörður Sæmundsson, Hans Grétar Kristjánsson, Heiða Óskarsdóttir, Kristján Þórarinn Davíðsson og Kristófer Már Maronsson.

Ársreikningur, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar um ársfundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

 Hægt verður að  horfa á streymi frá fundinum hér  fyrir neðan