Auglýst eftir framboðum
09. febrúar 2022
Almenni lífeyrissjóðurinn auglýsir nú eftir framboðum til stjórnar sjóðsins árið 2022. Stjórnarkjörið fer fram með rafrænum hætti og mun standa yfir í nokkra daga og ljúka degi fyrir ársfund.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal stjórn skipuð þremur konum og þremur körlum og þriggja manna varastjórn skal minnst skipuð einum karli og einni konu. Kjörtímabili tveggja karla í aðalstjórn og eins karls í varastjórn rennur út á ársfundinum. Eingöngu karlar geta að þessu sinni boðið sig fram í aðalstjórn en bæði karlar og konur í varastjórn.
Allir sjóðfélagar geta boðið sig fram til stjórnar en nánari hæfisskilyrði er að finna í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Framboðsfrestur er til kl. 23:59 þann 24. febrúar 2022. Framboð verða að berast kjörnefnd fyrir lok framboðsfrests til þess að teljast lögleg. Með framboðum skulu fylgja helstu upplýsingar um frambjóðanda, s.s. nafn, kennitala, netfang, sími og heimilisfang. Taka skal fram hvort framboð sé aðeins til aðalmanns, aðeins til varamanns eða aðalmanns og varamanns til vara. Hægt er að senda framboð á netfangið: kjornefnd@almenni.is
Kjörnefnd fer með framkvæmd kosninga. Í nefndinni sitja Ólafur H. Jónsson, Ingvar Júlíus Baldursson og Lára V. Júlíusdóttir. Um stjórnarkjörið gildir gr. 5.1. í samþykktum sjóðsins og reglur um skipan kjörnefndar og framkvæmd stjórnarkjörs.
Lesa má reglurnar hér
Hér má svo sjá auglýsingu sem birtist í blöðum.
Lögmætum frambjóðendum verður boðið að kynna sig á vef sjóðsins.