Breytt landslag í séreignarsparnaði

19. október 2017

Breytt landslag í séreignarsparnaði

Vel heppnaður fundur

Miðvikudagskvöldið 18. október stóðu Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið fyrir opnum kynningarfundi um það breytta landslag sem nú er að verða til í séreignarsparnaði með tilkomu tilgreindrar séreignar og greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðissparnað eða –lán. Á fundinum var fjallað um mikilvægi séreignarsparnaðar, hvernig hægt er að laga sig að þessu nýja landslagi og hvað hafa ber í huga.

Fundurinn fór vel fram undir stjórn Trausta Hafliðasonar, ritstjóra Viðskiptablaðsins og var vel sóttur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á fundinum fluttu Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna, Helga Indriðadóttir sjóðstjóri og Sigríður Ómarsdóttir skrifstofustjóri erindi auk þess sem tónlist Sigríðar Thorlacius söngkonu og Guðmundar Óskars Guðmundssonar, gítarleikara gladdi fundargesti.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.