Getum við aðstoðað?

Dregið í Raunveruleiknum

19. júlí 2023

Dregið í Raunveruleiknum

Frábær þátttaka

Eins og áður hefur komið fram fór þátttaka í Raunveruleik Almenna fram úr björtustu vonum og var fjöldi vinninga tvöfaldaður vegna þess.  Raunar lítur sjóðurinn svo á að allir sem tóku þátt í leiknum hafi hlotið verðmætan aðalvinning í formi fræðslu um lífeyrismál og fjármál sem alla jafna er ekki kennd í skólum.

Hægt var að taka þátt í leiknum frá 9. maí til miðnættis 6. júlí en þann 7. júlí var svo dregið úr netföngum þeirra sem luku leiknum. Tveir heppnir unnu 50.000 króna inneignarkort (debetkort) hvor og tíu manns unnu tíu máltíða gjafabréf frá veitingastaðnum Local, hvert að verðmæti 22.900 krónur.

Vinningshöfum var boðið í samlokur, spjall og afhendingu vinninga eitt hádegið í síðustu viku. Fjögur af tólf vinningshöfum sáu sér fært að mæta en þau töluðu öll sem eitt um jákvæða upplifun þess að hafa tekið þátt í leiknum.  Öll töldu þau sig hafa lært af leiknum og þurftu að hafa talsvert fyrir því að ljúka honum.

Sjóðurinn er ánægður með hvernig til tókst með Raunveruleik Almenna og vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum um leið og vinningshöfum er óskað til hamingju. Hver veit nema að framhald verið á og sambærilegir leikir verði notaðir til að vekja áhuga fólks og hvetja til þátttöku og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum.

Á myndinni eru frá vinstri, Viðar Gunnarsson, Anna Valsdóttir, Gyða Einarsdóttir og Bjarni Jónsson, fjórir af vinningshöfum í Raunveruleik Almenna.

Aðrir vinningshafar voru í stafrófsröð: Arna Hafsteinsdóttir, Arngrímur Einarsson, Eiríkur Jónsson, Guðrún Elín Pálsdóttir, Hannes Jón Marteinsson, Jón Viðar Jónsson, Jónmundur Gunnar Guðmundsson og Þuríður Sveinsdóttir.

Hér fyrir neðan er myndband með umsögnum tveggja vinningshafa: