Getum við aðstoðað?

Efsta hæðin vinsæl

15. mars 2019

Efsta hæðin vinsæl

Fræðslufundur sem Almenni hélt fimmtudagsmorguninn 14. mars undir yfirskriftinni Lífið á efstu hæð, var mjög vel sóttur. Til stóð að halda fundinn í fundarsal sjóðsins á 5. hæð en fljótt var ljóst á undirtektum að hann myndir ekki duga og því ákveðið að fá lánaðan sal á 8. hæð í sama húsi, Borgartúni 25. Salurinn á 8. hæð var þétt setinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Erindi fundarins byggði á nýútkominni bók eftir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna en í henni er bent á atriði sem gott er að hafa í huga til að undirbúa fjármál við starfslok.

Streymt var beint frá fundinum á facebook en vegna tæknilegra vandkvæða slökknaði á útsendingunni þegar tæpar 40 mínútur voru liðnar. Fljótlega tókst að koma útsendingunni í loftið á ný en í það vantar um 10 mínútur inn í erindið. Beðist er afsökunar á þessu en fyrir vikið er upptaka af fundinum í tvennu lagi.

Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum með því að smella hér.

Glærur frá erindinu má sjá hér.