Eftirlaun og erfðir – myndband
11. mars 2021
Til að laga sig að samkomutakmörkunum og gæta sóttvarna hefur Almenni brugðið á það ráð að gera myndbönd til birtingar á vefnum í stað fræðslufunda. Í þessu myndbandi leitast þau Þórhildur Stefánsdóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson við að svara spurningum sem eru algengar hjá þeim sem eru að nálgast eftirlaun. Kynningin ber yfirskriftina Eftirlaun og erfðir.
Það er von sjóðsins að þetta mælist vel fyrir og sem fyrr erum við til þjónustu reiðubúin við að svara spurningum og veita frekari ráðgjöf í síma 510 2500, netspjalli, fjarfundi eða tölvupósti en nú er á ný í boði að mæta á skrifstofuna á 5. hæð í Borgartúni 25 en aðeins í fyrirfram bókaða tíma.
Smelltu hér til að horfa á myndbandið.