Einn í einu á www.leidretting.is
28. ágúst 2014
Til að sækja um að greiða séreign inn á húsnæðislán þarf hver einstaklingur fyrir sig að fara inn á www.leidretting.is og velja þann lífeyrissjóð sem greitt er til og hvaða lán greitt skal inn á. Hjón þurfa því að sækja um hvort fyrir sig, ekki er hægt að sækja um sameiginlega fyrir hjón ef óskað er eftir skiptingu á iðgjaldi inn á lán. Hægt er að komast inn á síðuna með rafrænum skilríkjum, skilríkjum í farsíma eða veflykli ríkisskattstjóra.