Endurskoðunarfélag 2014

13. mars 2014

Samkvæmt grein 6.2 í samþykktum sjóðsins skal ársfundur kjósa endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til að endurskoða ársreikning lífeyrissjóðsins. Í greininni kemur fram að tillögum um endurskoðunarfélag skuli skila viku fyrir ársfund.

Samkvæmt tillögu endurskoðunarnefndar samþykkti stjórn Almenna lífeyrissjóðsins á fundi þann 26. febrúar sl. að leggja til að Grant Thornton endurskoðun verði endurskoðendur Almenna lífeyris­sjóðsins. Þar sem engin önnur tillaga hefur borist er Grant Thornton sjálfkjörið sem endurskoðunarfélag sjóðsins fyrir reikningsárið 2014.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.