Endurskoðunarnefnd 2020-2021

12. júní 2020

Endurskoðunarnefnd 2020-2021

Á fundi stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins miðvikudaginn 10. júní sl. voru eftirtaldir skipaðir í endurskoðunarnefnd sjóðsins í eitt ár eða til ársfundar árið 2021:

Gísli H. Guðmundsson, formaður,
Davíð Ólafur Ingimarsson og
Eiríkur Þorbjörnsson.

Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og leitast við að tryggja áreiðanleika ársreikninga og annarra fjármála­upp­lýsinga ásamt óhæði endurskoðenda sjóðsins. Nánari upplýsingar um nefndina og hlutverk má lesa hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.