Fimm í framboði í aðalstjórn

05. apríl 2019

Fimm í framboði í aðalstjórn

Tvö sæti varamanna laus

Fimm framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins á ársfundi sjóðsins en framboðsfrestur rann út 4. apríl 2019, viku fyrir ársfundinn 11. apríl. Á fundinum á að kjósa tvo aðalmenn í stjórn til þriggja ára og einn varamann. Í samþykktum sjóðsins er kveðið á um að stjórn sjóðsins skuli skipuð þremur konum og þremur körlum. Í stjórn eru þegar þrjár konur þannig að eingöngu karlar eru kjörgengir að þessu sinni. Eftirfarandi sjóðfélagar hafa tilkynnt framboð sitt og eru samkvæmt samþykktum sjóðsins kjörgengir til aðalstjórnar til þriggja ára:

  • Davíð Ólafur Ingimarsson, forstjóri
  • Helgi Baldvinsson, tæknifræðingur
  • Oddur Ingimarsson, læknir
  • Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri
  • Sigurjón H. Ingólfsson, sérfræðingur

Á ársfundinum lýkur kjörtímabili Ragnars Torfa Geirssonar,varamanns og því á að kjósa einn varamann til þriggja ára. Auk þess hefur Anna Karen Hauksdóttir, beðist lausnar sem varamaður. Því þarf einnig að kjósa varamann til eins árs. Ef svo fer að Oddur Ingimarsson, sem nú á sæti í varastjórn, verður kosinn í aðalstjórn þarf að kjósa þrjá varamenn í stjórn. Kallað er eftir framboðum á ársfundinum en samkvæmt samþykktum sjóðsins þurfa bæði kynin að eiga fulltrúa í varastjórn.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.