Fjallað um fund

21. nóvember 2019

Fjallað um fund

Þær Eva Ósk Eggertsdóttir lífeyrisráðgjafi hjá Almenna og Þórunn Pálsdóttir, fasteignasali hjá Mikluborg hafa fengið verðskuldaða athygli í sitt hvorum fjölmiðlinum undanfarinn sólarhring. Tilefnið er upplýsingafundurinn Þak yfir höfuðið sem Almenni heldur í dag í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Fundurinn er hugsaður fyrir ungt fólk í fasteignahugleiðingum og þar fjalla þær Þórunn og Eva um hagnýt atriði og góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar hugað er að fasteignakaupum.

Rætt var við Þórunni á vef Viðskiptablaðsins en Eva var í morgunútvarpi Rásar 2 hjá RÚV. Skoða má viðtalið við Þórunni með því að smella hér en viðtalið við Evu er hægt að hlusta á hér en það er að finna um 34 mínútum frá byrjun þáttar.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.