Flatur fyrri hluti

06. júlí 2016

Fyrri helmingur ársins 2016 einkenndist af óhagstæðri þróun á mörkuðum erlendis og hérlendis.

Vísitala hlutabréfa á Íslandi (heildarvísitala aðallista) lækkaði um 3,8%, heimsvísitala hlutabréfa í USD lækkaði um 0,6% en auk þess hefur íslenska krónan styrkst um 4,2% gagnvart USD. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa hækkaði fyrstu sex mánuði ársins og lækkaði vísitala verðtryggðra skuldabréfa með 10 ára meðaltíma um 0,3%. Öll þessi atriði hafa áhrif til lækkunar á ávöxtun til skamms tíma.

Fjórar af ávöxtunarleiðum Almenna (samtryggingarsjóður, Ævisafn I, Ævisafn II, Ríkissafn-langt) fjárfesta til langs tíma og það sem skiptir mestu máli fyrir sjóðfélaga er að langtímaávöxtun sé góð. Til skemmri tíma má alltaf búast við sveiflum í ávöxtun og jafnvel lágri eða neikvæðri ávöxtun. Sjóðfélagar sem eru byrjaðir að ganga á inneign sína eða vilja lágmarka sveiflur geta valið Ævisafn III, Innlánasafn eða Ríkissafn-stutt.

Á fyrri hluta ársins hækkaði Ríkissafn-stutt mest eða um 2,4%. Innlánasafn fylgdi fast á eftir með 2,3% ávöxtun og Ríkissafn-langt hækkaði um 0,7%. Ávöxtun blandaðra verðbréfasafna,  þ.e. samtryggingarsjóðs og ævisafna var allt frá því að vera neikvæð um 2,0% yfir í að vera jákvæð um 1,3% (Ævisafn III). Til samanburðar má nefna að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% á fyrstu sex mánuðum ársins.

Ávöxtun safnanna á fyrri helmingi ársins og að meðaltali síðastliðin 5 ár var eftirfarandi:

Ávöxtun fh 2016 og 5 ár

Blönduð söfn: þrjú lækka, eitt hækkar Hækkun á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa og lækkun á verði hlutabréfa hefur haft áhrif á ávöxtun blandaðra verðbréfasafna. Ævisafn III var eina blandaða verðbréfasafnið sem skilaði jákvæðri ávöxtun á fyrri helmingi ársins, en safnið hefur hækkað um 1,3%. Önnur söfn lækkuðu. Ævisafni I lækkaði mest eða  um 2,0% enda er það safn með hæst hlutfall innlendra og erlendra hlutabréfa. Miklu munar um 4,2% styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal en það skilar sér í lækkun á erlendum eignum í krónum.
Innlánasafn hækkaði Innlánasafn, sem ávaxtar eignir sínar á innlánsreikningum sem eru að stærstum hluta verðtryggðir, hækkaði um 2,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% fyrstu sex mánuði ársins sem skýrir ríflega helming ávöxtunar safnsins.
Ríkissafn-langt hækkaði Ríkissafn-langt hækkaði um 0,7% á fyrstu mánuðum ársins og er það fyrst og fremst vegna hækkunar verðlags á tímabilinu. Ávöxtunarkrafa langra verðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 29-32p með tilheyrandi gengistapi.  Vísitala langra verðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 0,3% fyrstu sex mánuði ársins.
Ríkissafn-stutt hækkaði mest Ríkissafn-stutt hækkaði á tímabilinu um 2,4%. Helstu eignir safnsins eru stutt óverðtryggð ríkisskuldabréf.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.