FLM – Lággjaldastéttafélag
07. febrúar 2014
Almenni lífeyrissjóðurinn fékk í heimsókn frá FLM – Félagi lykilmanna sem ástæða er til að segja sjóðfélögum frá. Margir sjóðfélagar okkar eru utan stéttarfélaga, t.d. stjórnendur, sérfræðingar og sjálfstæðir atvinnurekendur. Fyrir vikið hafa sumir hverjir verið í vandræðum með að finna sér sjúkrasjóð til að geta notið þeirrar tryggingaverndar sem það felur í sér. FLM er athyglisverður kostur fyrir þennan hóp. Sjúkrasjóður FLM er fyrst og fremst ætlaður til að taka við af 3 mánaða veikindarétti og brúa launalega þann tíma sem líður frá því að veikindarétti lýkur og þangað til örorkubætur lífeyrissjóðanna taka við. Auk þess greiðir FLM dánarbætur falli félagsmaður frá. Nánari upplýsingar um FLM má lesa á heimasíðu félagsins, www.flm.is.