Getum við aðstoðað?

Framboð til stjórnar

03. apríl 2013

Fimm framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins en framboðsfrestur rann út 16. apríl. Stjórnarmeðlimir verða kosnir til þriggja ára á ársfundi sjóðsins þriðjudaginn 23. apríl.

Eftirtaldir gefa kost á sér í aðalstjórn:

Gunnar Einarsson, fjármálastjóri og hugbúnaðarsérfræðingur

Oddur Ingimarsson, læknir og viðskiptafræðingur

Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur, rekstrar- og viðskiptanám frá Endurmenntunarstofnun HÍ

Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri og kerfisfræðingur

Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, viðskiptafræðingur

 

Á ársfundinum skal kjósa einn varamann í stjórn til þriggja ára og verður varamaður kosinn í sérstakri kosningu þegar kjör aðalstjórnarmanna hefur farið fram. Framboð til varastjórnar eru tilkynnt á ársfundinum.

 

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2013 verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 17:15. Hér má lesa ársskýrslu sjóðsins sem verður lögð fram á fundinum.