Framboð til stjórnar

12. mars 2014

Tvö framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins en framboðsfrestur rann út 11. mars. Því er í raun sjálfkjörið í aðalstjórn en stjórnarmeðlimir verða kosnir til þriggja ára á ársfundi sjóðsins þriðjudaginn 18. mars 2014.

Eftirtaldir gefa kost á sér í aðalstjórn:

Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt.
Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur.

Þar sem varastjórnarmaðurinn Ólafur H. Jónsson er sjálfkjörinn í aðalstjórn og kjörtímabil Ingvars J. Baldurssonar, sem einnig er í varastjórn, er að renna út þarf að kjósa tvo í varastjórn. Kjör í varastjórn er til þriggja ára og fer fram á ársfundi í sérstakri kosningu, þegar kjör aðalstjórnarmanna hefur farið fram. Framboð til varastjórnar eru tilkynnt á ársfundinum.

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2014 verður haldinn þriðjudaginn 18. mars 2014 í Þingsal 2, Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15. Hér má lesa ársskýrslu sjóðsins sem verður lögð fram á fundinum.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.