Fundur um ófjárhagslega upplýsingagjöf
13. desember 2019
Þann 5. desember síðastliðinn hélt Almenni lífeyrissjóðurinn upplýsingafund undir yfirskriftinni Sjálfbær upplýsingagjöf.
Á fundinum kynnti Margret Flóvenz, endurskoðandi, niðurstöðu skýrslu um ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársreikningum skráðra íslenskra fyrirtækja. Skýrsluna gerði hún ásamt samnemendum í viðskiptasiðfræði við Háskóla Íslands; Áslaugu Baldursdóttur Guðrúnu Heiðu Guðmundsdóttur og Þórdísi Ólöfu Sigurjónsdóttur.
Með ófjárhagslegum upplýsingum er átt við upplýsingar um ýmsa þætti í starfsemi félaga sem ekki er fjallað um í hefðbundnum ársreikningi svo sem um samfélagsábyrgð, stjórnarhætti og fleira.
Skýrslan var unnin fyrir Almenna lífeyrissjóðinn í samstarfi við Iceland SIF.
Í framhaldi af kynningu Margretar spunnust talsverðar umræður og greinilegt var að verulegur áhugi var fyrir málefninu hjá þeim sem mættu á kynninguna.
Glærur frá kynningu Margretar má sjá hér.