Góð raunávöxtun 2014

20. janúar 2015

Góð ávöxtun var í söfnum Almenna lífeyrissjóðsins á árinu 2014.

  • Blönduð söfn, sem fjárfesta í skuldabréfum, hlutabréfum og innlánum, hækkuðu um
    4,8% – 9,8% yfir árið 2014.
  • Hæsta ávöxtunin var á Ævisafni I 9,8%, sem samsvarar 8,7% raunávöxtun.
  • Erlend hlutabréf í íslenskum krónum skiluðu hæstri ávöxtun eignaflokka á árinu 2014.
  • Raunávöxtun hefur verið góð undanfarin ár og síðastliðin fimm ár hefur hún verið 3,5% til 6,4% í blönduðum söfnum.

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 17. mars næstkomandi.

Upplýsingar um ávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins:

Blönduð söfn hækkuðu mest Blandaðar ávöxtunarleiðir þ.e. Ævisafn I, II, III og samtryggingarsjóður nutu allar góðs af hækkun erlendra eigna (mælt í ISK) vegna hagstæðrar þróunar á mörkuðum og styrkingar USD. Ævisafn I hækkaði mest á árinu eða um 9,8%, Ævisafn II um 8,7%, Ævisafn III um 4,8% og samtryggingarsjóður hækkaði um 7,3%. Raunávöxtun blandaðra safna var á bilinu 3,7% – 8,7%
Ríkissafn-langt hækkaði Ríkissafn-langt hækkaði um 1,0% á árinu en löng verðtryggð skuldabréf áttu undir högg að sækja á árinu þar sem ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði yfir árið. Sem dæmi má nefna að ávöxtunarkrafa HFF44 var 3,04% í upphafi árs en var 3,14% í lok árs.
Ríkissafn-stutt hækkaði Ríkissafn-stutt hækkaði um 4,0% á árinu sem samsvarar 2,9% raunávöxtun. Góð ávöxtun skýrist af lækkun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra skuldabréfa og lágri verðbólgu.
Verðtryggð innlán hækkuðu Innlánasafnið hækkaði um 3,2% á árinu sem samsvarar 2,1% raunávöxtun. Safnið ávaxtar eignir sínar á bundnum innlánsreikningum og vógu verðtryggð innlán um 93% af eignum í árslok.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.