Góður fundur um lengra líf
30. október 2015
Um 70 manns lögðu leið sína á upplýsingafund sem Almenni lífeyrissjóðurinn hélt undir yfirskriftinni Lengra líf og spjaldtölvur, lífeyrismál 21. aldarinnar á hótel Natura fimmtudaginn 29. október.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, hélt fyrsta erindið. Á sinn skemmtilega hátt sagði hann frá því sem vænta má í aldurssamsetningu þjóðarinnar, samkvæmt útreikningum tryggingastærðfræðinga og hvaða möguleika lífeyrissjóðir hafa til að bregðast við.
Þá tók Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna, við og fór nánar yfir möguleg viðbrögð lífeyrissjóða og þær hugmyndir sem ræddar hafa verið.
Loks sagði Sigríður Ómarsdóttir, skrifstofustjóri Almenna, frá nýjum sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins og þeim nýjungum og möguleikum sem þar er að finna.
Fundargestir voru áhugasamir og ekki var annað að heyra en ánægja væri með fundinn.
Smelltu hér til að sækja kynningu Benedikts Jóhannessonar.
Til að skoða kynningu Gunnars og Sigríðar, smelltu hér.