Gott innlegg í umræðuna

05. desember 2014

Landssamtök lífeyrissjóða gáfu á dögunum út bókina Áhættudreifing eða einangrun? sem fjallar um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga. Tilgangur útgáfunnar er að leggja til fræðilegt innlegg í umræðuna um afnám gjaldeyrishafta en höfundar bókarinnar eru hagfræðingarnir Dr. Ásgeir Jónsson og Dr. Hersir Sigurgeirsson.

Ásgeir og Hersir telja óhjákvæmilegt að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta árlega erlendis til að tryggja að hlutfall erlendra eigna þeirra lækki ekki meira en orðið er. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi og er nú nálægt 22% af eignum. Höfundar bókarinnar segja að hlutfallið eigi að vera 30% að lágmarki en við blasi hins vegar að það lækki enn frekar á komandi árum, að óbreyttu. Heimild/undanþága til handa lífeyrissjóðum til erlendrar fjárfestingar dragi úr áhættu og sporni gegn neikvæðum áhrifum þess að þjóðin eldist hlutfallslega næstu ár og áratugi. Ásgeir og Hersir leggja til að lífeyrissjóðirnir fái sérstaka heimild eða undanþágu frá fjármagnshöftum til að fjárfesta erlendis minnst fjórðung þess sem iðgjöld skila sjóðunum eða um 10 milljarða króna árlega.

Smellið hér til að sjá frétt um bókina á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.