Hækkun mótframlags – Ekki þörf á samningi hjá Almenna

03. júlí 2017

Hækkun mótframlags – Ekki þörf á samningi hjá Almenna

Almenna hefur borist fjöldi símtala og fyrirspurna á síðustu dögum vegna frétta um að við hækkun á mótframlagi launagreiðenda úr 8,5% í 10% þann 1. júlí þurfi að gera sérstakan samning ef ætlunin er að greiða hluta í séreignarsjóð. Þetta gildir ekki um Almenna lífeyrissjóðinn. Ástæða þess er sú að sjóðfélagar Almenna greiða nú þegar að lágmarki þriðjung af skylduiðgjaldi í séreignarsjóð og ef mótframlagið hækkar fer það einnig í séreignarsjóð.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.