Hagstæð lánakjör, ekkert uppgreiðslugjald

17. ágúst 2015

Hagstæð lánakjör, ekkert uppgreiðslugjald
Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Sjóðfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast góð lánakjör sem standast samanburð við það besta sem gerist hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum í landinu. Sérstaka athygli vekur að lán Almenna lífeyrissjóðsins bera ekki svokölluð uppgreiðslugjöld en það er álag sem lagt er á innborganir á höfuðstól sem eru hærri en lánasamningur segir til um. Til að eiga lántökurétt hjá sjóðnum þarf lántaki að vera sjóðfélagi þ.e. að hafa greitt skylduiðgjald til sjóðsins undanfarna þrjá mánuði eða viðbótariðgjald í 6 mánuði. Lántökurétt hafa einnig þeir sem eru lífeyrisþegar eða hafa greitt til sjóðsins í þrjú ár og eiga inneign eða réttindi. Nánari upplýsingar um lán má sjá hér.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.