Heildarmyndin á Stöðufundi

30. ágúst 2013

Stöðufundir eru einstaklingsfundir sjóðfélaga með ráðgjafa sjóðsins þar sem farið er yfir heildarmyndina í lífeyrismálum viðkomandi. Stöðufundir eru flaggskipið í þjónustu Almenna en fundirnir hafa mælst mjög vel fyrir hjá þeim hundruðum sem reynt hafa. Ef þú hefur ekki farið á stöðufund þá er um að gera að smella hér og bóka fund. Það aldrei of snemmt og því fyrr sem þú kemur þeim mun meiri tími er til stefnu til að bregðast við ef þú vilt einhverju breyta. Stöðufundir eru ókeypis og fela ekki í sér neina skuldbindingu.

Á Stöðufundinum fær sjóðfélagi útprentað hefti en þar kemur fram: 

 • Hvaða tekjum má eiga von á í eftirlaun m.v. núverandi sparnað
 • Tryggingar við tekjumissi vegna veikinda eða slysa
 • Hvaða greiðslur þínir nánustu ættu rétt á ef þú féllir frá
 • Hver séreignin þín er
 • Hver ávöxtunin er á þeirri ávöxtunarleið sem þú hefur valið
 • Eignasamsetning fjárfestingaleiða
 • Upplýsingar um rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris
 • Yfirlit um samsetningu eftirlauna
 • Hvað þarf að safna miklu til að geta hætt að vinna
 • Markmiðasetning og aðgerðaáætlun
 • Er staða þín eins og þú helst vildir, ef ekki, hvað þarftu að gera til þess að bæta hana. Ef þú hefur ekki þegar farið á Stöðufund getur þú smellt hér og bókað fund.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.