Heppinn pappírslaus sjóðfélagi

14. febrúar 2017

Heppinn pappírslaus sjóðfélagi

Almenni stóð fyrir átaksverkefni á árinu 2016 þar sem sjóðfélagar voru hvattir til að nota sjóðfélagavefinn og afþakka að fá yfirlit send í  pósti. Sjóðfélagar tóku hvatningunni vel en í lok árs höfðu um 2.800 þeirra afþakkað pappírinn. Tilgangurinn með verkefninu var að spara pappírinn sem fer í yfirlitin enda er hægt að sjá yfirlitin og uppfærða stöðu hvenær sem er á sjóðfélagavefnum. Fram kom að einn heppinn sjóðfélagi myndi vinna iPad Pro. Dregið hefur verið úr hópi þeirra sem afþakkað höfðu pappír og sá heppni er Ívar Brynjólfsson, 56 ára ljósmyndari hjá Þjóðminjasafninu. Ívar hefur verið sjóðfélagi síðan 2001 og hefur greitt viðbótarlífeyrissparnað til Almenna síðan þá.

Um leið og Almenni þakkar góðar viðtökur óskum við Ívari til hamingju með vinninginn.

Það er full ástæða til að hvetja sjóðfélaga áfram til að afþakka pappírinn og nýta sér í staðinn það frábæra aðgengi að upplýsingum sem sjóðfélagavefurinn veitir.

Á myndinni tekur Ívar við spjaldtölvunni úr hendi Þórhildar Stefánsdóttur, deildarstjóra ráðgjafa.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.