Heppinn sjóðfélagi vann iPad

04. desember 2013

Guðjón Reynir Jóhannesson datt í lukkupottinn þegar nafn hans var dregið út úr hópi þeirra sem uppfærðu netföng og símanúmer á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins. Þegar sjóðfélögum var sent yfirlit í október var tilkynnt um opnun nýrrar heimasíðu og fólk hvatt til að skoða nýju heimasíðuna og uppfæra upplýsingarnar um leið. Rúmlega 500 sjóðfélagar uppfærðu upplýsingarnar  og því má segja að heppnin hafi verið með Guðjóni. Á myndinni hér fyrir neðan sést Guðjón taka við vinningnum, iPad Air – spjaldtölvu,  úr hendi Þórhildar Stefánsdóttur, sem er einn þriggja ráðgjafa Almenna lífeyrissjóðsins. Sjóðurinn vill koma á framfæri þakklæti sjóðfélaga fyrir þátttökuna en réttar upplýsingar eru grunnurinn að góðum samskiptum.

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.