Hlaðvarp um sjálfbærni í fjárfestingum
22. september 2021
Í nýju hlaðvarpi Almenna er fjallað um stöðu og þróun í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð í fjárfestingum og þær áskoranir sem eru til staðar. Gestir þáttarins eru þau Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og Copenhagen Business School og Lára Jóhannsdóttir, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild HÍ. Helga Indriðadóttir, sjóðstjóri hjá Almenna og stjórnarmaður í IcelandSIF og Halldór Bachmann, kynningarstjóri Almenna taka þátt í umræðunni.
Hlaðvarpið var tekið upp í nýju hljóðveri Sahara sem er sérhæft til upptöku á hlaðvörpum og má kannski kalla „hlaðver“.
Hægt er að hlusta eða horfa á hlaðvarpið hér.