Getum við aðstoðað?

Hvað er títt af þinni ávöxtunarleið?

24. janúar 2014

Upplýsingablöð janúarmánaðar, um ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins, hafa nú verið sett inn á vef sjóðsins. Upplýsingablöðin eru uppfærð mánaðarlega og hafa að geyma ítarlegar upplýsingar um hvert safn, orðsendingu sjóðstjóra, gengi, gengisþróun, ávöxtun, eignasamsetningu og stefnu. Blöðin henta vel til að glöggva sig á hverri ávöxtunarleið og fylgjast með þróuninni. Smelltu hér  til að skoða nýju upplýsingablöðin.