Í tilefni frétta um rekstrarstöðvun

28. mars 2019

Í tilefni frétta um rekstrarstöðvun

Í tilefni frétta er bent á að Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist kröfu lífeyrissjóðs um lífeyrissjóðsiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag gjaldþrots. Vegna þessa er mikilvægt að lífeyrissjóðurinn hafi upplýsingar um vangoldin lífeyrissjóðsiðgjöld og eru sjóðfélagar sem missa vinnu vegna rekstrarstöðvunar eða gjaldþrota hvattir til að yfirfara launaseðla og bera saman við upplýsingar á sjóðfélagavef um greidd iðgjöld. Ef samanburðurinn leiðir í ljós að iðgjöld hafi ekki skilað sér til lífeyrissjóðs eru viðkomandi hvattir til að hafa strax samband við lífeyrissjóðinn sem þeir greiða til og upplýsa um iðgjöldin.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.